Meðfylgjandi er frétt af vef forsætisráðuneytisins 28.09.2009 um tillögur um ýmsar breytingar í stjórnsýslunni.
Um er að ræða lista í nítján liðum yfir breytingar sem unnið er að á vegum ráðuneytanna og ákveðið hefur verið að ráðast í á næstu misserum, aðallega á árinu 2010.
Í fjórða lið tillagnanna segir að landið skuli gert að einu skattumdæmi. Embætti ríkisskattstjóra og skattstofur landsins verði þannig sameinuð í eitt embætti . Verkefnum skattkerfisins verði þó áfram sinnt víðs vegar um landið.