Search
Close this search box.

Formannsframboð !

Ég Júlía Sigurbergsdóttir býð mig fram til formanns til að starfa fyrir félagið næstu tvö árin.
Ég útskrifaðist sem Viðurkenndur bókari árið 2006 og hef unnið mikið fyrir félagið allar götur síðan. Ásamt því að vera Viðurkenndur bókari hef ég lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá Háskóla Íslands. Einnig lauk ég námi í tískuhönnun frá virtum skóla í Toronto þar sem ég bjó í nokkur ár.
Síðan þá hef ég starfað hjá fyrirtækjum sem hafa verið með mikla starfsemi jafnt innanlands sem utan. Ég starfa nú sem aðalbókari hjá Matís ohf, Matvælarannsóknum Íslands.
Ég starfaði í stjórn félagsins í tvö ár og sit nú í fræðslunefnd. Reynslan sem ég hef öðlast af störfum mínum innan félagsins hefur nýst mér mjög vel og gerir mig vel hæfa til að takast á við þau fjölbreyttu og krefjandi verkefni sem félagið krefst og myndi ég ekki skorast undan ábyrgð á neinu sviði.
Ég hef verið farsæl í starfi, á auðvelt með að umgangast fólk, fljót að læra, sýni frumkvæði og er sjálfstæð og skipulögð í vinnubrögðum. Þetta hefur verið mikil vinna en skemmtileg og gefandi ásamt því að vera ómetanleg reynsla. Á þessum fjórum árum hef ég kynnst mörgum og átt ánægjulegt samstarf með öllum sem ég hef unnið með. Tengslanetið hefur eflst til muna með þessum störfum.
Ég vonast til að þið sýnið mér það traust að starfa sem formaður og gefið mér tækifæri á að sýna það.

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur