Search
Close this search box.

Frétt frá fjmrn. Samningur við Bresku Jómfrúreyjar.

"Norræn samvinna á sviði upplýsingaskipta við lágskattaríki heldur áfram 

19.5.2009

Fréttatilkynning nr. 29/2009

Á blaðamannafundi sem haldinn var í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn í gær var undirritaður samningur milli stjórnvalda á Íslandi og Bresku Jómfrúreyja um upplýsingaskipti á sviði skattamála.

Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Svíþjóð undirrituðu einnig samhljóða samning auk þess sem undirritaðir voru samningar sem taka til afmarkaðra tekna þ.e. samningur um að komast hjá tvöfaldri skattlagningu á tekjur einstaklinga, samningur um skattlagningu tekna af rekstri skipa og flugvéla og samningur um aðferðir við ákvörðun hagnaðar tengdra fyrirtækja. Af hálfu Íslands undirritaði Svavar Gestsson sendiherra samningana en fyrir hönd Bresku Jómfrúreyja Hon. Dancia Penn (Deputy Premier of the British Virgin Islands).

Upplýsingaskiptasamningurinn við Bresku Jómfrúreyjar er sá sjötti í röðinni sem Norðurlöndin undirrita en áður hafa verið gerðir samningar við Mön, Guernsey, Jersey, Cayman eyjar og Bermúda. Jafnframt er samningagerð á lokastigi við Arúba og Hollensku Antillaeyjar og er reiknað með að undirritun þeirra samninga fari fram síðar í sumar. Í undirbúningi er síðan gerð samninga við fleiri lágskattaríki en ákveðið hefur verið að starfshópur sá sem skipaður var af Norrænu ráðherranefndinni í júní 2006 starfi áfram næstu árin.





 
Dancia Penn frá Bresku Jómfrúreyjum, Svavar Gestsson sendiherra og
Kristian Jensen danski skattamálaráðherrann. Ljósmyndari Mats Holmström
" 



 



Sjá samning.


 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
   


 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur