Fundurinn sl. föstudag gekk mjög vel og mættu tæplega 60 félagsmenn.
Gestir voru Jón Heiðar Pálsson frá TMS Maritec sem kynnti fyrirtækið og nýjungar í bókhaldshugbúnaði frá þeim. Meðal annars betri tengingar Microsoft Dynamics Nav við Office hugbúnaðinn en áður hefur verið, en það eykur upplýsingaflæði og skapar þar með betra vinnuumhverfi og streymi upplýsinga fyrir notendur.
Helga Jónsdóttir frá Capacent sagði frá stöðu bókara á vinnumarkaðnum í dag og sagði mikla spurn eftir vönum bókurum og því góðir möguleikar fyrir þá sem hafa hug á að skipta um starf.
Síðust en ekki síst kom Helga Braga Jónsdóttir og kenndi félagsmönnum í léttum dúr um samskipti, framkomu og “daður” . Hún taldi enga ástæðu fyrir bókara að halda í að vera leiðinlegi starfsmaðurinn, þetta væri bara spurning um framkomu og fas.