Search
Close this search box.

Framboð stjórn og nefndir

Kæru félagsmenn

Nú líður senn að aðalfundi og kosningu í starf formanns ásamt öðrum störfum í stjórn og nefndir. Við leitum að kröftugu og áhugasömu fólki til starfa.

Laus störf eru í stjórn félagsins, fræðslunefnd, skemmtinefnd, laga- samskipta- og aganefnd. Einnig eru störf varamanna stjórna og nefnda laus ásamt starfi skoðunarmanns og varamanns hans.

 Sjá kynningu á starfi stjórnar og nefnda hér fyrir neðan.


Þetta er tilvalin leið til að afla sér reynslu í félagsstarfi ásamt því að kynnast skemmtilegu fólki.

Áhugasamir sendi póst á [email protected] og verður þá framboð viðkomandi kynnt á aðalfundi

Við hlökkum til nánari samstarfs.

Kveðja

Fyrir hönd stjórnar
Júlía Sigurbergsdóttir
Formaður FVB

 

Stjórn félagsins

Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda. Í upphafi hvers starfsárs skal stjórn setja upp stefnumótun, stefnu og markmið félagsins fyrir komandi starfsár. Meginhlutverk stjórnarmanna er að mæta á fundi til að geta sinnt hlutverki sínu. Störf stjórnarmeðlima eru, varaformaður, ritstjóri, gjaldkeri, vefsíðufulltrúi auk annarra starfa sem stjórn ákveður í upphafi starfsárs í samræmi við markmið hverju sinni. Sjá nánar um störf stjórnarmeðlima á heimasíðu félagsins undir flipanum Félagið – stjórn og nefndir – verklagsreglur – verklagsreglur stjórnar.

Formaður FVB sér um að boða fundi og stjórnar þeim. Formaður undirritar gerðarbækur og gætir þess að allir stjórnarmenn geri skyldu sína. Hann hefur eftirlit með starfsemi félagsins og kemur fram fyrir hönd þess út á við og einnig hefur hann eftirlit með því að lögum félagsins og samþykktum sé fylgt í öllum greinum. Formaður fylgist með störfum annarra nefnda. Formaður semur, í samvinnu við ritstjóra, fréttabréf félagsins og skýrslu stjórnar fyrir aðalfund ásamt því að kynna hana. Formanni er leyfilegt að sinna öllum störfum stjórnar sem þörf er á hverju sinni.Varamenn stjórnar sitja ekki almenna stjórnarfundi en skulu þó fá sendar fundargerðir með rafrænum hætti frá ritstjóra.

Fræðslunefnd

Fræðslunefnd skal hafa umsjón með endurmenntun félagsins m.a. með námskeiðum og ráðstefnum og öðrum fyrirlestrum fyrir félagsmenn í samvinnu við stjórn.Halda skal að meðaltali eitt námskeið í hverjum mánuði. Formaður fræðslunefndar úthlutar verkefnum á meðal nefndarmanna hverju sinni.
Nefndin skipuleggur viðburði á vegum félagsins og heldur utan um skráningar og afbókanir ásamt því að leggja fram kostnaðaráætlun til stjórnar hverju sinni.
Sjá nánar um starf fræðslunefndar á heimasíðu félagsins undir flipanum Félagið – verklagsreglur – verklagsreglur fræðslunefndar.

Laga-, samskipta og aganefnd

Hlutverkið er að gæta þess að allir félagsmenn uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til starfa félagsmann á hverjum tíma og fylgja eftir þeim málum eða kærum sem upp kunna að koma.

Megin markmiðin eru:

$1·         Að stuðla að heiðarlegum og hreinskiptum samskiptum félagsmanna Fvb.

$1·         Að stuðla að því að félagsmenn FVB vinni störf sín af fagmennsku, kostgæfni og samviskusemi.

$1·         Að stuðla að góðu orðspori félagsmanna FVB

Formaður LSA kallar hana saman og ákveður fundarstað og tíma. Vinna nefndarinnar getur farið fram eftir þeim samskiptaleiðum sem hentugastar þykja hverju sinni.

Sjá nánar á heimasíðu félagsins undir flipanum félagið – lög og reglur FVB – samskipta og agareglur.

Skemmtinefnd

Hlutverk er að skipuleggja skemmtun og hópefli félagsmanna bæði utan námskeiða og á öðrum viðburðum félagsins. Þar ber hæst óvissuferðir á vorin eða haustin og svo árshátíðin sem er að festa sig í sessi. Allir atburðir eru skipulagðir í samvinnu við stjórn hverju sinni.

Skoðunarmenn

Hlutverk þeirra er að yfirfara ársreikninga félagsins og skulu þeir sérstaklega gæta að meðferð fjár félagsins með tilliti til tilgangs þess. Skoðunarmenn skulu endurskoða ársreikninginn í samræmi við góða endurskoðunarvenju og í því sambandi kanna bókhaldsgögn félagsins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu. Áritun skoðunarmanns telst hluti ársreiknings og skal varðveitt ásamt honum. Skoðunarmenn mega ekki sitja í stjórn eða nefndum félagsins eða gegna neinum störfum fyrir það.

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur