Ágætu bókarar
Á næstu dögum mun Tryggingarstofnun ríkisins endurreikna forsendur bótagreiðslna ársins 2012. Við þann endurreikning mun verða tekið mið af upplýsingum úr framtalsgerð 2013.
Síðbúin framtalsskil lífeyrisþega geta skapað þeim óþægindi þar sem endurreikningur fer þá fram eftir álagningu opinberra gjalda.
Ríkisskattstjóri beinir því þeim vinsamlegum tilmælum til bókara að ljúka framtalsgerð bótaþega TR svo fljótt sem unnt er.
Kveðja / Regards
Skúli Eggert Þórðarson