Search
Close this search box.

Frestun álagningu sekta, frá 1/9 til 16/9 n.k.

Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra hefur í samráði við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) tekið ákvörðun um að fresta álagningu sekta, frá 1. september til 16. september næstkomandi. Ákvörðunin er tekin vegna áhrifa af Kórónuveirufaraldrinum (COVID-19) á vinnu við uppgjör félaga. Álagning sekta miðast því við lista yfir þau félög sem eru á lista hjá ársreikningaskrá yfir skilaskyld félög og ekki hafa skilað ársreikningi fyrir miðnætti þriðjudaginn 15. september 2020.

Ársreikningaskrá vill benda fagaðilum á að skilafrestur fyrir örfélag sem velur að skila svonefndum hnappsreikningi miðast við frest sem Skatturinn hefur veitt atvinnumönnum til að skila skattframtölum. Í praktík þýðir þetta að ársreikningaskrá mun fella niður sektir á félög sem skila hnappsreikningi á tímabilinu 16. september fram til miðnættis sunnudaginn 4. október næstkomandi. Ársreikningaskrá vill ítreka að félögum er skylt að senda ársreikningaskrá til opinberrar birtingar, þann ársreikning sem staðfestur var á aðalfundi viðkomandi félags, eins og reikningurinn var staðfestur. Ekki er heimilt að breyta eða fella niður neinar upplýsingar í þeim reikningi sem sendur er ársreikningaskrár til opinberrar birtingar. Ekki er því heimilt að staðfesta hefðbundinn ársreikning á aðalfundi félags en senda inn hnappsreikning til ársreikningaskrár í stað þess reiknings sem staðfestur var á fundinum.

Fyrirkomulag álagningar stjórnvaldssekta vegna vanskila á ársreikningum vegna reikningsársins sem lauk 31. desember 2019 verður með eftirfarandi hætti:

 1. Miðvikudaginn 16. september 2020 verður lögð á stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 kr. á öll félög sem eru á lista ársreikningaskrár yfir skilaskyld félög.
 2. Mánudaginn 5. október 2020 verða felldar niður stjórnvaldssektir á félög sem sendu inn hnappsreikning á tímabilinu 16. september til miðnættis sunnudaginn 4. október 2020.
 3. Mánudaginn 19. október verðu sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 60.000 kr. (90% lækkun) fyrir öll félög sem skila ársreikningi (að hnappsreikningum undanskyldum) á tímabilinu 16. september til miðnættis sunnudaginn 18. október 2020.
 4. Miðvikudaginn 11. nóvember verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 60.000 kr. (90% lækkun) fyrir öll félög sem skila hnappsreikningi á tímabilinu 5. október til miðnættis sunnudagsins 8. nóvember 2020.
 5. Þriðjudaginn 17. nóvember verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 240.000 kr. (60% lækkun) fyrir öll félög sem skila ársreikningi (að hnappsreikningum undanskildum) á tímabilinu 19. október til miðnættis mánudagsins 16. nóvember 2020.
 6. Mánudaginn 7. desember verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 240.000 kr. (60% lækkun) fyrir öll félög sem skila hnappsreikningi á tímabilinu 9. nóvember til miðnættis sunnudaginn 6. desember 2020.
 7. Fimmtudaginn 17. desember verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 360.000 kr. (40% lækkun) fyrir öll félög sem skila ársreikningi (að hnappsreikningum undanskildum) á tímabilinu 17. nóvember til miðnættis miðvikudaginn 16. desember 2020.
 8. Miðvikudaginn 6. janúar 2021 verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 360.000 kr. (40% lækkun) fyrir öll félög sem skila hnappsreikningi á tímabilinu 7. desember til miðnættis þriðjudaginn 6. janúar 2021.

Kveðja / Regards
Halldór I. Pálsson
………………………………………………………………………………………..

Ríkisskattstjóri Reykjavík
Internal Revenue, Main Office Reykjavík
Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
 • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur