Frestur atvinnumanna framlengdur
Ríkisskattstjóri hefur framlengt frest þeirra sem atvinnu hafa af framtalsgerð, til skila á einstaklingsframtölum. Fresturinn lengist um eina viku. Lokaskiladagur verður mánudagurinn 14. maí 2012
og gildir bæði um skattframtöl launamanna og skattframtöl einstaklinga með atvinnurekstur.
Ákaflega mikilvægt er að framtölum verði skilað jöfnum höndum, svo fljótt sem auðið er.
Þá munu skattframtöl sem koma eftir frestinn verða afgreidd ef tími vinnst til og viðkomandi framtöl séu þanig úr garði gerð að þau séu tæk til álagningar.