Search
Close this search box.

Fréttabréf haust 2012

Kæru félagsmenn

Nú fer vetrarstarfið okkar senn að hefjast og eru stjórn og nefndir í óða önn að skipuleggja veturinn. Allir viðburðir verða auglýstir á síðunni okkar og einnig sendir með fjöldapósti til allra félagsmanna.

Ný félagsskírteini verð send út á næstunni sem gilda 2012-2014 og eru félagsmenn beðnir um að vera með þau á öllum viðburðum og námskeiðum á vegum félagsins. Þessi félagsskírteini eru ekki eingöngu til að sýna aðild í félaginu heldur líka stór þáttur í að efla félagslegu tengslin okkar.  Við bendum á að skírteinin eru eingöngu send til þeirra sem hafa gert upp félagsgjöld sín fyrir þetta ár.

Einnig er fyrirhuguð lengri námskeið í vetur í samstarfi við HR og verða þau auglýst síðar.

Aðalfundur félagsins verður haldinn 9. nóvember 2012, og árshátíð það sama kvöld. Mjög vel tókst til á síðasta ári og skemmtu sér allir konunglega og voru óskir um að gera þetta að árlegum viðburði. Á aðalfundi verður kosið í stjórn og nefndir og eru sæti laus í skemmtileg störf. Í byrjun október munum við senda út auglýsingar varðandi sætin sem þarf að fylla og vonumst við eftir að félagsmenn sýni því áhuga því alltaf er þörf á nýju fólki með nýja stefnu og  hugmyndir.  Við erum öflugt félag með marga liðsmenn sem geta skorað í mark.

Félagið eykur þjónustu við félagsmenn í vetur og verður hægt að hafa samband við starfsmann okkar á þriðjudögum og fimmtudögum á milli kl. 09:00-12:00 í síma 691 9515 og mun tölvupósti sem berst til [email protected]  einnig vera svarað á þeim dögum.

Við bendum á nýjan flipa á heimasíðu okkar Réttindapróf, sem hefur að geyma gagnlegar upplýsingar varðandi ráðuneytið, prófanefnd, viðurkenninguna og námið.

 Við viljum einnig koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna bilunar á heimasíðu okkar. Borið hefur á að félagsmenn hafa ekki geta skráð sig á auglýst námskeið á síðunni okkar. 

Við bendum á að hægt er að skrá sig á netfangið [email protected] og [email protected]

Kveðja

Júlía Sigurbergsdóttir

Formaður FVB

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur