Skeljungur hf. er olíufélag sem leggur áherslu á eldsneytissölu, verslunarrekstur og góða þjónustu undir vörumerkjum Shell. – Nánari lýsing
RSK – Tvísköttunarsamningur við Indland.
Meðfylgjandi er samningur Íslands og Indlands til að koma í veg fyrir tvísköttun og undanskot. Hann var birtur í C deild Stjórnartíðinda og tók gildi 21.desember 2007 en kom til framkvæmda á Indlandi 1.apríl sl en á Íslandi þann 1.janúar sl. Þannig lýsti fjármálaráðuneytið efnisatriðum samningsins í frétt sinni í desember sl: C_nr1
RSK – lagafrumvarp um stórfyrirtækjaeiningu
Framhaldsnefndarálit um lagafrumvarp um stórfyrirtækjaeiningu skattsins og söluhagnað hlutabréfa. Lagt til að verði samþykkt óbreytt – 0938.pdf
23. maí – Takið seinni hluta dagsins frá !
Kæru félagsmenn – okkur hafa borist skilaboð frá “skemmtinefnd” félagsins um að taka seinni hluta dags 23.maí frá, vegna fyrirhugaðar vorgleði félagsins sem verður nánar auglýst síðar. fvb
Námskeið á næstunni !
Viljum minna ykkur á á eftirfarandi námskeið sem verða haldin núna á næstunni í Háskólanum í Reykjavík. Námskeiðin eru sérstaklega sniðin að þörfum viðurkenndra bókara. Hægt er að senda tölvupóst á Þórunni [email protected] . – Tekjuskattstofn fyrirtækja 21. og 28. apríl – Verðmat fyrirtækja 30.apríl og 7.maí – Upplýsingatækni 13. til 22. maí n.k.
RSK – Frumvarp til laga um endurskoðendur (heildarlög).
Meðfylgjandi er stjórnarfrumvarp til laga um endurskoðendur. Um er að ræða heildarlög með ýmsum nýmælum.. Frumvarpið er í samræmi við félagatilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/43/EB frá 17. maí 2006 um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikninga. Er tilgangur frumvarpsins er að tryggja með betri hætti en áður að fjárfestar og aðrir hagsmunaaðilar geti reitt sig á […]
RSK – Þingsályktunartillaga. EES mál.
Meðfylgjandi er þingskjal sem varðar reikninngsskil o.þ.h. Um er að ræða þingsályktunartillögu þess efnis að breytt verði vissum ákvæðum EES samningsins í samræmi við tilskipun þar um. Í greinargerð er breytingunum lýst sem svo: "Tilskipunin miðar að því að auka trúverðugleika á fjárhagsupplýsingum fyrirtækja. Meðal helstu breytinga sem felast í tilskipuninni er að lagðar eru […]
RSK – Frumvarp til laga um uppbót á eftirlaun.
Meðfylgjandi er frumvarp til laga um uppbót á eftirlaun. Frumvarpið er þess efnis að ríkissjóður mun tryggja að ellilífeyrisþegar fái að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði, að viðbættri uppbót á eftirlaun, frá 1. júlí 2008. Gert er ráð fyrir að skattstjóri í hverju umdæmi fari með framkvæmdina . Ákvörðun um uppbót eftirlauna […]
RSK – Frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og ..
Frumvarp til laga um breyting á lögum, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða – skoða frumvarp.
RSK – Nýr skattstjóri. Frétt um skipun skattstjóra í Suðurlandsumdæmi
Af vef fjmrn: "Skipun skattstjóra á Skattstofu Suðurlandsumdæmis – 7.4.2008 Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 5/2008 Fjármálaráðherra hefur skipað Steinþór Haraldsson til að gegna embætti skattstjóra á Skattstofu Suðurlandsumdæmis frá 1. maí 2008 til fimm ára. Steinþór lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1975. Að loknu námi réð hann sig til starfa hjá embætti ríkisskattstjóra […]