Miðvikudaginn 3.desember nk. mun Steinunn I. Stefánsdóttir frá Starfsleikni halda fræðsluerindi með virkum umræðum fyrir félagsmenn FVB. Erindið verður haldið í VR salnum á 1.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 (gengið inn hjá hárgreiðslustofunnu), kl.17:15-19:30 og er ókeypis.
Fjallað verður um hvaða áhrif miklar breytingar t.d. vegna núverandi fjármálakreppu geta haft á líðan fólks. Um hugsun og viðbrögð sem geta leitt til streitu og vanlíðunar en líka orku og vellíðunar. Gefin eru ráð til að mæta áskorunum í breytingum sem tengjast til dæmis eigin líðan, streitustjórnun og framtíðarsýn, samskiptum við vinnuveitendur og viðskiptavini á álagstímum, hvernig við tölum við börnin okkar eða þá nánustu um fjármálaástandið og ábyrgð hvers og eins að skapa sér sem besta framtíð miðað við þær auðlindir sem eru til staðar.
Létt áminning til að gefa fólki orku á tímum álags- og breytinga!
Kaffihlé verður um kl.18:15
ATH!
Aðeins 70 sæti eru í boði, þannig að fyrstur skráir fyrstur fær. Aðgangur er ókeypis.
Skráning á www.fvb.is (hægra megin undir "Skráning á viðburði").