KPMG mun halda þrjá fróðleiksfundi á fimmtudögum í maí þar sem farið verður yfir nýja og mikilvæga alþjóðlega reikningsskilastaðla.
Dagskráin er sem hér segir:
IFRS 10 Samstæðureikningar
Fimmtudaginn 16. maí 2013, kl. 8:30 – 10:00
IFRS 12 Upplýsingagjöf um hagsmuni í öðrum félögum
Fimmtudaginn 23. maí 2013, kl. 8:30 – 10:00
IFRS 13 Mat á gangvirði
Fimmtudaginn 30. maí 2013, kl. 8:30 – 10:00
Fundirnir eru opnir öllum og verða haldnir á 8. hæð í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni 27, 105 Reykjavík. KPMG býður þátttakendum upp á morgunverð milli kl. 8:15 – 8:30.
Fundirnir veita löggiltum endurskoðendum endurmenntunareiningar í reikningsskilum og fjármálum.
Þátttaka er án endurgjalds.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann I. C. Solomon í síma 545 6087 eða tölvupósti, [email protected]