Search
Close this search box.

Frumvarp sem tekur á athugsemdum ESA um skattareglur

12.11.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra leggur í þessum mánuði fram frumvarp fyrir Alþingi þar sem lagðar eru til breytingar á tekjuskattslögum er snúa að brottfararskatti, þ.e. skattlagningu við tilfærslu félaga yfir landamæri og bankaábyrgð. Með þessu er brugðist við áliti sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sendi frá sér í gær.

ESA komst að þeirri niðurstöðu að íslenskar skattareglur sem leggja tafarlausan skatt á óinnleystan hagnað íslenskra félaga og hluthafa við tilfærslu félaga frá Íslandi til annars EES-ríkis séu ekki í samræmi við EES-samninginn.

Þá er ESA einnig þeirrar skoðunar að íslenskar skattareglur sem samþykktar voru í lok árs 2013, um samruna yfir landamæri, brjóti í bága við stofnsetningarréttinn þar sem þær mæla fyrir um að félag, sem fengið hefur frest á greiðslu skattskuldar við millilandasamruna, skuli leggja fram bankatryggingu fyrir skattfjárhæðinni ef hin frestaða fjárhæð er umfram 50 milljónir. Að mati ESA er stjórnvöldum einungis heimilt að grípa til slíkra ráðstafana svo framarlega sem raunveruleg og sannanleg hætta sé á því að skattkrafan innheimtist ekki.

Í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra, sem lagt verður fram á Alþingi í nóvember verður lagt til að ef fyrir hendi er tvísköttunarsamningur eða annar alþjóðasamningur, s.s. upplýsingaskipta- eða innheimtuaðstoðarsamningur milli ríkja í tilviki samruna hlutafélaga yfir landamæri, verði félagi ekki gert skylt að leggja fram bankatryggingu hafi það fengið frest á greiðslu höfuðstóls skattskuldar samkvæmt ákvæðum tekjuskattslaga.

Þá verður í frumvarpinu einnig að finna ákvæði um skattalega meðferð við skiptingu hlutafélaga yfir landamæri, yfirfærslu einkarekstrar yfir í einkahlutafélag í öðrum aðildarríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og flutning á lögheimili eða eignum hlutafélags yfir landamæri. Með þeirri breytingu sem lögð verður til er komið til móts við athugasemdir ESA, jafnframt því að tryggður er eins og verið hefur skattlagningarréttur Íslands á óinnleystum hagnaði sem myndast hefur í rekstri hér á landi. Þessi skattalega meðferð er í samræmi við þær reglur sem nágrannaríki okkar hafa talið nauðsynlegt að lögfesta til að tryggja skattlagningarrétt sinn og koma eftir atvikum í veg fyrir skattasniðgöngu.

Af vef EFTA:

11.11.2015

Íslenskar skattareglur sem leggja tafarlausan skatt á óinnleystan hagnað íslenskra félaga og hluthafa við tilfærslu félaga frá Íslandi til annars EES-ríkis eru ekki í samræmi við EES-samninginn. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem sent var til Íslands í dag.

Samkvæmt íslenskum skattareglum eru íslensk félög krafin um greiðslu skatts af öllum hagnaði tengdum eignum og hlutabréfum ef þau flytja frá Íslandi, skiptast yfir landamæri, eða færa eignir til notkunar fyrir utan íslenska skattlögsögu, jafnvel þó hagnaðurinn hafi aldrei verið innleystur. Það er álit ESA að krafa um tafarlausa greiðslu skattfjárhæðar, án þess að fyrirtækjum sé boðið að fresta greiðslunni, sé í andstöðu við EES-samninginn.

ESA er einnig þeirrar skoðunar að íslenskrar skattareglur brjóti í bága við stofnsetningarréttinn þar sem þær mæla fyrir um að félag, sem fengið hefur frest á greiðslu skattskuldar við millilandasamruna, skuli leggja fram bankatryggingu fyrir skattfjárhæðinni ef hin frestaða fjárhæð er umfram 50 milljónir. Að mati ESA er stjórnvöldum einungis heimilt að grípa til slíkra ráðstafana svo framarlega sem raunveruleg og sannanleg hætta sé á því að skattkrafan innheimtist ekki.

Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. +32 2 286 18 66
Farsími. +32 492 900 187

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur