Meðfylgjandi er frumvarp sem þingnefnd semur og flytur. Varðar það greiðsluaðlögun þeirra sem skulda lán tryggð í íbúðum sínum .
Frumvarpið kveður á um að greiðsluaðlögun geti aðeins varðað fasteign þar sem skuldarinn heldur heimili og hefur skráð lögheimili, enda sé um að ræða hóflegt húsnæði miðað við þarfir skuldara og fjölskyldu hans sem ætlað er til búsetu samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingaryfirvalda. Sé fasteignin í sameign er nægilegt að einn eigenda eigi þar heimili .
Um er að ræða sérstakt úrræði fyrir einstaklinga sem glíma við verulegan fjárhagsvanda og eiga á hættu af þeim sökum að fasteignir þeirra verði seldar nauðungarsölu.
Slíkir geta þá leitað tímabundinnar greiðsluaðlögunar vegna fasteignaveðkrafnanna í þeim tilgangi að endurskipuleggja fjárhag sinn.
Þetta úrræði getur farið saman með annars kona greiðsluaðlögum, sbr. frv þar um.