Search
Close this search box.

Frumvarp til laga / greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga

139. löggjafarþing 2010–2011.

Þskj. 108 — 101. mál.

Frumvarp til laga

um breytingu á lögum nr. 24/2010, um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og

einstaklinga í atvinnurekstri.

Flm.: Eygló Harðardóttir, Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson.

1. gr.

1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:

Lögaðilar, einstaklingar í atvinnurekstri og einstaklingar sem hafa verið í atvinnurekstri

á síðustu 18 mánuðum fyrir umsóknardag en fá á þeim degi greiddar óskertar grunnatvinnuleysisbætur

og teljast að fullu tryggðir skv. IV. kafla laga um atvinnuleysistryggingar, nr.

54/2006, sem eru í vanskilum með virðisaukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda, tryggingagjald

og þing- og sveitarsjóðsgjöld sem hafa gjaldfallið fyrir 1. janúar 2010, geta sótt um

frest til greiðsluuppgjörs á þeim vanskilum til 1. júlí 2011.

2. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

G r e i n a r g e r ð .

Frumvarp það sem síðar varð að lögum nr. 24/2010, um greiðsluuppgjör á opinberum

gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri, var lagt fram með það að leiðarljósi að setja

fram úrræði sem hjálpað gæti lífvænlegum fyrirtækjum í gegnum þá fjárhagserfiðleika sem

óhjákvæmilega leiddi af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Í almennum athugasemdum

við frumvarpið var þess getið að löggjafinn hefði brugðist við með margvíslegum hætti í viðleitni

sinni til þess að skapa úrræði til hjálpar einstaklingum og heimilum sem lent hefðu í

fjárhagsvanda af sömu orsökum. Var frumvarpið liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að létta

undir með fyrirtækjum í hinum sama anda.

Frá því að framangreint lagafrumvarp var lagt fram hafa afleiðingar hruns íslensku bankanna

orðið mönnum ljósari. Eftirköst hrunsins hafa m.a. verið þau að einstaklingar sem störfuðu

í verktöku hafa neyðst til þess að nýta rétt sinn til töku atvinnuleysisbóta þar sem ládeyða

ríkir í vissum greinum atvinnulífsins. Atvinnuleysi er í flestum tilvikum tímabundið ástand.

Fjöldi einstaklinga hefur þurft að stöðva rekstur til þess að uppfylla skilyrði laga um atvinnuleysistryggingar

sjálfstætt starfandi einstaklinga. Af þeim sökum teljast þeir einstaklingar

ekki stunda atvinnurekstur samkvæmt lögum um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila

og einstaklinga í atvinnurekstri og geta þeir því ekki sótt um frest til greiðsluuppgjörs

á vanskilum vörslugjalda. Ljóst er að fjárhæð atvinnuleysisbóta er það lág að mörgum reynist

mjög erfitt að lifa af þeim einum saman. Má því ekkert út af bregða þann tíma sem atvinnuleysisbætur

eru teknar. Vart er því fyrirsjáanlegt að greiðslur vörslugjalda til hins opinbera

samhliða greiðslu útgjalda vegna reksturs heimilis séu mögulegar. Er frumvarpi þessu ætlað

að koma til móts við þá einstaklinga sem lenda í slíkri stöðu.

2

Með einstaklingum sem hafa verið í atvinnurekstri er átt við þá sem hafa innan síðustu 18

mánaða fyrir gildistökudag frumvarpsins starfað við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi

í því umfangi að þeim sjálfum hefur verið gert að standa um nokkurn tíma með reglulegum

hætti skil á staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og tryggingagjaldi vegna starfs síns,

sbr. orðskýringu b-liðar 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Með skilum á

staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og tryggingagjaldi er átt við að viðkomandi hafi skilað

inn skýrslu, óháð því hvort viðkomandi hafi átt að greiða staðgreiðslu eða ekki. Er frumvarpinu

ætlað að styðja við bakið á þeim sem njóta greiðslna fullra atvinnuleysisbóta á grundvelli

tryggingar skv. IV. kafla laga um atvinnuleysistryggingar. Er þannig gert ráð fyrir því að

bolmagn þeirra einstaklinga sem hafa atvinnuleysistryggingu skv. 22. gr. sömu laga sé meira

og eðlilegt sé að þeir leiti annarra leiða til þess að semja um greiðslur vegna vanskila á

vörslugjöldum.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur