Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum. Fjallar það um viðhaldsfrádrátt einstaklinga.
Hér er lagt til að bætt verði við tekjuskattslögin ákvæði sem heimilar mönnum að draga fjárhæð sem varið er til vinnu við endurbætur eða viðhald á íbúðarhúsnæði til eigin nota og frístundahúsnæði frá tekjuskattsstofni á tekjuárunum 2010 og 2011, skattframtöl 2011 og 2012. Með endurbótum og viðhaldi er m.a. átt við vinnu iðnaðarmanna, verkfræðinga og arkitekta hvort heldur sem er á húsnæðinu sjálfu eða lóð þess. Frádráttur þessi getur numið mest 50% af greiddri vinnu og að hámarki 200.000 kr. hjá einstaklingi og 300.000 kr. hjá hjónum.
Sjá frumvarp.