Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á tekjuskattslögum. Lagt er ákvæði til bráðabirgða um skattalega meðferð á eftirgjöf skulda hjá móttakanda eftirgjafarinnar.Skal það ná til áranna 2009, 2010 og 2011.
Með vissum skilyrðum geta skv. frumvarpinu rekstraraðilar talið til tekna 50% af eftirgjöf skulda vegna rekstrar- og greiðsluerfiðleika upp að samtals 50 m.kr., og 25% af eftirgjöf umfram samtals 50 m.kr.
Gert er ráð fyrir að ekki teljist til tekna eftirgjöf að 10 m.kr. hjá einstaklingi og 20 m.kr. hjá hjónum eða samsköttuðum vegna greiðsluerfiðleika.Ef eftirgjöf er hærri má falla frá tekjufærslu sem nemur 50% af eftirgjöfinni að hámarki samtals 20 m.kr. hjá einstaklingi og samtals 40 m.kr. hjá hjónum eða samsköttuðum, og 25% af eftirgjöf umfram samtals 20 m.kr. hjá einstaklingi og samtals 40 m.kr. hjá hjónum eða samsköttuðum.
Loks er ríkisskattstjóra heimilt að lækka tekjuskattsstofn manns sem myndast hefur vegna eftirgjafarinnar ef til dæmis viðkomandi á litlar eignir.
Sjá frumvarp