Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt,með síðari breytingum.
Með frumvarpi þessu er lagt til ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir að skattaðilar geti komið sér undan greiðslum opinberra gjalda með því að flytja eða færa eignir í hendur annarra. Verður skattaðila eftir að skattrannsóknarstjóri tilkynnir um rannsókn eða ef skattaðila hefur verið tilkynnt um eftirlitsaðgerðir ríkisskattstjóra eða skattstjóra, óheimilt að ráðstafa eignum sínum , hafi tollstjóri krafist tryggingar nema ef fyrir liggi tryggingar sem taldar verða fullnægjandi.
Tollstjóra, sem innheimtumanni ríkissjóðs, verður heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila eða öðrum þeim sem kunna að bera fésektarábyrgð til að tryggja væntanlegar skattkröfur ef hætta þykir á að eignum verði skotið undan eða þær glatist eða rýrni í verði.
Gilda því sömu reglur um kyrrsetningar samkvæmt þessu frumvarpi eins og um kyrrsetningar fjármuna almennt. Þó þannig að tryggingu þarf ekki að setja, mál þarf ekki að höfða til staðfestingar og ekki verða greidd gjöld fyrir ráðstafanirnar.
Sjá frumvarp