Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum . Einnig varðar frumvarpið um brottfall laga um staðfesta samvist .
Með frumvarpinu er lagt til að í stað þess að gildandi hjúskaparlög gildi eingöngu um hjúskap karls og konu gildi lögin um hjúskap tveggja einstaklinga.
Er og lagt til að lög um staðfesta samvist verði felld úr gildi.
Þannig verði ekki lengur fyrir hendi sá munur sem felst í mismunandi löggjöf vegna hjúskapar karls og konu annars vegar og staðfestrar samvistar tveggja einstaklinga af sama kyni hins vegar.
Lögð er til breyting á orðalagi ýmissa laga m.a. skattalaga. Vísast í þá veru einkum í 20. og 25. kafla frumvarpsins.
Gert er ráð fyrir að ákvæðin öðlist gildi 27. júní 2010.
Sjá frumvarp