Search
Close this search box.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995 (upplýsingaskylda endurskoðenda).

 Við 91. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Kjörnum endurskoðanda félags er skylt að svara fyrirspurn hluthafa á hluthafafundi um allt sem kann að varða reikningsskil félagsins og fjárhagsleg málefni þess með hliðsjón af ákvæðum 1. málsl. 1. mgr.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Eitt mikilvægasta eftirlitshlutverk í hlutafélögum er í höndum kjörinna endurskoðenda hlutafélaganna. Endurskoðendur eru kjörnir á hluthafafundum af hluthöfum. Það er mjög óeðlilegt að hluthafar hafi engan aðgang að endurskoðendum eftir að kjör hefur farið fram nema fyrir milli­göngu stjórnar hlutafélags, en endurskoðendur hafa m.a. eftirlit með stjórnum og stjórnendum hlutafélaga. Með frumvarpinu er lagt til að kjörnum endurskoðendum félaga verði skylt að svara fyrirspurnum hluthafa á hluthafafundum um reikningsskil félaga og fjárhagsleg málefni þeirra. Ekki er gert ráð fyrir að þessari breytingu fylgi kostnaðarauki fyrir hlutafélög þar sem endurskoðendur sitja hluthafafundi.
    Tilgangurinn með því að bæta þessu ákvæði í lög um hlutafélög er að auka vernd minni hluthafa í hlutafélögum. Sambærilegt ákvæði er í sænskum hlutafélagalögum.

Deila

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur