Search
Close this search box.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjöldi gjalddaga). VARÐAR RÁÐSTÖFUN SÉ

Umrætt bráðabirgðaákvæði sem breyta skal:
[XVI. Þrátt fyrir ákvæði 11. og 12. gr. er rétthafa séreignarsparnaðar heimilt að nýta viðbótariðgjald, vegna launagreiðslna á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Skilyrði er að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði og að vaxtagjöld af þeim séu grundvöllur útreiknings vaxtabóta.
Heimild einstaklings skv. 1. mgr. takmarkast við allt að 4% framlag rétthafa eða 333 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 167 þús. kr. af iðgjaldsstofni eða að hámarki samanlagt 500 þús. kr. á almanaksári. Hjá hjónum og einstaklingum, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, takmarkast heimildin við allt að 4% framlag rétthafa eða 500 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 250 þús. kr. af iðgjaldsstofni eða að hámarki samanlagt 750 þús. kr. á almanaksári. Greiðsla inn á lán getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur inneign rétthafa vegna greiddra iðgjalda á hverjum tíma. Skilyrði er að iðgjöld séu greidd reglulega og að framlag rétthafa sé aldrei lægra en framlag launagreiðanda skv. 1. málsl.
Umsókn rétthafa um greiðslu inn á lán skv. 1. mgr. skal beint rafrænt til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður. Umsókn gildir um iðgjöld sem greidd eru eftir að umsókn berst, þó getur umsókn gilt frá 1. júlí 2014 ef hún berst fyrir 1. september sama ár.
Umsækjanda er skylt að upplýsa ríkisskattstjóra rafrænt um breytingar á forsendum umsóknar, svo sem um hjúskaparstöðu, lán og vörsluaðila séreignarsparnaðar.
Vörsluaðilar og lánveitendur, eftir því sem við á, skulu að beiðni ríkisskattstjóra staðfesta hvort þær upplýsingar sem umsækjandi veitir eru réttar.
Ríkisskattstjóri skal halda skrá yfir nauðsynlegar upplýsingar vegna framkvæmdar ákvæðis þessa. Skráin skal m.a. byggð á eftirfarandi upplýsingum: 
   1. Upplýsingum frá umsækjanda sem staðfestar hafa verið af vörsluaðilum séreignarsparnaðar og lánveitendum, eftir því sem við á.
   2. Upplýsingum frá lánveitendum um greiðsluskilmála lána.
   3. Upplýsingum sem ríkisskattstjóri ræður yfir á grundvelli skattframkvæmdar, eftir því sem nauðsynlegt er.
Að fengnum upplýsingum skv. 6. mgr. getur greiðsla farið fram.
Vörsluaðilar skulu eiga aðgang að upplýsingum um sína viðsemjendur úr skrá ríkisskattstjóra skv. 6. mgr. Þá skulu vörsluaðilar ráðstafa greiddum iðgjöldum til þeirra lánveitenda sem umsækjendur hafa valið eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári, í fyrsta sinn í nóvember 2014 en eftir það eigi sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. XXXXXXXXXX  NÝTT HÉR !! Vörsluaðilar skulu ráðstafa greiðslum til lánveitenda á þeim tíma þegar greiðslur geta farið inn á höfuðstól valinna lána í skilum skv. 1. málsl. 9. mgr. Upplýsingar um greiðslur skulu sendar rafrænt til ríkisskattstjóra.
Lánveitendur skulu ráðstafa greiðslum frá vörsluaðilum skv. 8. mgr. inn á höfuðstól valinna lána. Séu lán í vanskilum fer um greiðsluna eftir hefðbundinni greiðsluröð samkvæmt lánaskilmálum. Hafi umsækjandi notið greiðslujöfnunar á grundvelli laga nr. 63/1985, sbr. lög nr. 107/2009, skal fyrst greiða inn á skuld á jöfnunarreikningi.
Skuldheimtumönnum er óheimilt að krefjast þess að skuldarar ráðstafi iðgjaldagreiðslum samkvæmt ákvæði þessu, sbr. 2. mgr. 8. gr.
Ráðherra er heimilt með reglugerð1) að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins, m.a. um umsóknarferil, greiðslur, eftirlit og kostnað.]2)
   
1)Rg. 991/20142)L. 40/2014, 1. gr. 144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1064  —  612. mál.

Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða,
nr. 129/1997, með síðari breytingum (fjöldi gjalddaga).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


1. gr.

    Á eftir 2. málsl. 8. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVI í lögunum kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Vörsluaðilum er þó heimilt að ráðstafa greiddum iðgjöldum til lánveitenda sjaldnar en á þriggja mánaða fresti enda hafi valin lán umsækjenda færri en fjóra gjalddaga á ári.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Í 8. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVI í lögum nr. 129/1997, sbr. lög nr. 40/2014, er kveðið á um að vörsluaðilar séreignarsparnaðar skuli ráðstafa greiddum iðgjöldum til þeirra lánveitenda sem umsækjendur hafa valið eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Þá segir í ákvæðinu að vörsluaðilar skuli ráðstafa iðgjöldum umsækjenda til lánveitenda á þeim tíma þegar greiðslur geta farið inn á höfuðstól valinna lána í skilum. Við gerð frumvarpsins sem varð að lögum nr. 40/2014 þótti rétt að áskilja að ráðstöfun iðgjalda inn á lán umsækjenda skyldi fara fram a.m.k. fjórum sinnum á ári þar sem það er að jafnaði hagstæðara fyrir lántaka að fá greiðslum sem oftast ráðstafað inn á höfuðstól.
    Eftir gildistöku laganna hefur komið í ljós að valin lán umtalsverðs fjölda umsækjenda hafa gjalddaga sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Að óbreyttum lögum munu því iðgjöld þeirra umsækjenda, sem óskað hafa eftir því að ráðstafa þeim inn á lán sem eru t.d. með gjalddaga tvisvar á ári, ekki geta uppfyllt kröfu laganna um að greitt sé inn á höfuðstól lána a.m.k. fjórum sinnum á ári. Ef ekkert verður að gert eru taldar líkur á því að hluta iðgjaldanna verði fyrst ráðstafað upp í áfallna vexti og verðbætur lánsins vegna framkvæmdarörðugleika hjá einstökum lánastofnunum nema lántakendur eigi frumkvæði að því að óska eftir skilmálabreytingum í formi fjölgunar gjalddaga á völdum lánum. Slíkar skilmálabreytingar hafa óhjákvæmilega í för með sér umstang og kostnað fyrir umsækjanda, vörsluaðila séreignarsparnaðarins og lánastofnunina.
    Þar sem eitt af grundvallarskilyrðum laganna er að tryggt sé að iðgjöldum umsækjenda sé ráðstafað inn á höfuðstól lána er lagt til að við ákvæðið bætist að vörsluaðilum verði heimilað að ráðstafa greiddum iðgjöldum til lánveitenda sjaldnar en á þriggja mánaða fresti enda hafi valin lán umsækjenda færri en fjóra gjalddaga á ári. Með breytingunni er komið til móts við umsækjendur sem greiða sjaldnar en fjórum sinnum á ári af lánum sínum og kjósa að halda skilmálum lána óbreyttum, þ.e. fjölda gjalddaga. Rétt er að taka fram að það leiðir af öðrum ákvæðum og anda bráðabirgðaákvæðisins að sú heimild að greiða sjaldnar en fjórum sinnum á ári inn á höfuðstól lánanna felur í sér að þá sé a.m.k. greitt inn á lán á hverjum gjalddaga

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur