Search
Close this search box.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt nr. 90/2003, með síðari breytingum (útfararstyrkur).

Frumvarp til laga
 

um breytingu á lögum um tekjuskatt nr. 90/2003,með síðari breytingum (útfararstyrkur).
Flm.: Ögmundur Jónasson.

1. gr.
    Við 28. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Útfararstyrkur sem greiddur er af stéttarfélagi eða sveitarfélagi vegna fráfalls maka eða barns.
2. gr.
    Lög þessi taka þegar gildi.
Greinargerð.
    Með frumvarpi þessu er lögð til sú breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, að útfararstyrkur vegna fráfalls maka eða barns teljist ekki til tekna hjá móttakanda. 
    Útfararstyrkjum er ætlað að auðvelda viðtakanda þeirra að standa straum af kostnaði vegna útfarar maka eða barns og teljast meðal skattskyldra tekna skv. 2. tölul. A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Útfararstyrk veita ýmis stéttarfélög og enn fremur sveitarfélög en samkvæmt VII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, ber sveitarfélögum að setja sér reglur um fjárhagsaðstoð og félagslega heimaþjónustu og fellur útfararstyrkur þar undir.
    Þar eð útfararstyrkur telst til skattskyldra tekna greiðist af honum tekjuskattur og enn fremur hefur hann lækkunaráhrif á útreikning tekjutryggingar hjá Tryggingastofnun Íslands þannig að eftir að frítekjumarki er náð koma 38,5% útfararstyrks til lækkunar á tekjutryggingu. 
1 Sökum þessa hafa sum stéttarfélög horfið frá því að greiða útfararstyrk og greiða þess í stað dánarbætur en þær eru undanþegnar skattskyldu.
    Þar sem ljóst er að framkvæmd á styrkveitingum vegna kostnaðar við útför maka eða barns er mismunandi og kemur ójafnt niður á viðtakendum eftir því hvaða aðferð er beitt er lagt til að útfararstyrkur verði undanþeginn skattskyldu. Þetta er einkum brýnt vegna útfararstyrks ­sveitarfélaga enda er slíkur styrkur að jafnaði ekki veittur öðrum en svo fátæku fólki að það hefur ekki fjárhagslega burði til að standa straum af kostnaði við útför. Vinnur það gegn markmiðum styrkveitingarinnar að heimta skatt af fjárhæðinni og láta hana verða til þess að lækka tekjutryggingu þeirra sem hana fá þannig að rétt er að gera þá breytingu sem hér er lögð til.
 
1     Útreikningur lífeyris og tengdra bóta, janúar 2015:
     
www.tr.is/media/fjarhaedir/Utreikningur-lifeyris-og-tengdra-bota-januar-2015_3.pdf
Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur