Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt,með síðari breytingum (Sjúkdómatryggingar: Útborgun skattfrjáls ef trygging keypt 30.nóvember 2010 eða fyrr).
Með frumvarpi því sem hér fylgir er lagt til bráðabirgðaákvæði í tekjuskattslög á þá leið að bætur úr sjúkdómatryggingum sem keyptar hafa verið fyrir 1. desember 2010 verði undanskildar skattlagningu
Forsaga þessarar tillögu er sú að af hálfu söluaðila slíkra trygginga verið farið með slíkar bætur sem skattfrjálsar væru.
Nýlegur úrskurður yfirskattanefndar um ágreining í slíku máli, sem staðfestur hefur verið með dómi héraðsdóms, er á þá leið að bótagreiðslurnar eigi að vera skattskyldar. Sjá frumvarp hér.