Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
Með frumvarpinu er lagt til ákvæði til bráðabirgða sem heimili bílaleigum að reikna innskatt af kaupverði notaðra fólksbifreiða. Er gert ráð fyrir að þær geti reiknað innskatt sem nemi 20,32% af kaupverði bifreiða sem ætlaðar eru til útleigu.
Heimildin skal vera tímabundin og gilda til nk áramóta og fjöldi bifreiða samkvæmt þessari heimild má ekki vera umfram 15% af bílaflota hverrar bílaleigu.
Sjá frumvarp.