Search
Close this search box.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum

Frumvarp til laga   um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Stóra haustfrumvarphið meira.  (Skatt%, dánarbú, tekjur erlendis frá, nýsköpunarfrádráttur ofl.)
 
Meðfylgjandi er í 58.greinum frumvarp til laga  um breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld.

Frumvarpið snertir margar hliða skattamála.

Fyrsti hluti frumvarpsins
fjallar um breytingar á lögum um tekjuskatt og lögum um tekjustofna sveitarfélaga . Lagt til að tekjuskattshlutfallið verði lækkað um 1,2% og á móti verði heimilað hámarkshlutfall útsvars hækkað um 1,2%.

Ýmsar aðrar breytingartillögur varða skattskil  :
a) Lagt er til að tekjufærsla gengishagnaðar á innlánsreikningum í erlendri mynt eigi sér stað við úttekt af reikningi og þannig horfið frá því að áfallinn óinnleystur gengishagnaður teljist til tekna.
b)  Lagt er til  að meðferð á söluhagnaði af íbúðarhúsnæði verði sú sama hvort sem salan fer fram úr dánarbúi eða af erfingjum sjálfum.
c)  Gert er ráð fyrir að til vaxtagjalda sem mynda stofn til vaxtabóta teljist einungis greiddir vextir og verðbætur á afborganir og vexti en ekki gjaldfallnir.
d) Lagt er til að skattaleg meðferð einstaklinga sem starfa og hafa tekjur sínar hluta ársins á Íslandi og að hluta til á Evrópska efnahagssvæðinu, auk Færeyja og Sviss, verði  þannig að ef meiri hluti tekna verður til á Íslandi njóti þeir skattalegs hagræðis á hér á landi hvort sem þeir eru búsettir hérlendis eða erlendis.
e) Til bráðabirgða er lagt til að frestaðar tekjufærslur verði hægt að færa til tekna á næstu þremur árum í stað þess að frestfjárhæðin færist til tekna í einu lagi í skattframtali 2011 eins og núverandi lög gera ráð fyrir.
f) Kæruleið opnast til yfirskattanefndar ef synjað er um breytt reikningsár.
g) Afdráttur staðgreiðslu af arði fær skýrari línur.
h) Kæra til yfirskattanefndar má vera rafræn eða send í almennum pósti.

Í öðrum hluta frumvarpsins eru lagðar til breytingar er varða rekstraraðila.
Í fyrsta lagi er til bráðbirgða lagt til að heimilt verði að færa á milli tekjuáranna 2010 til og með 2014 þann hluta eftirgjafar skulda sem er umfram yfirfæranlegt rekstrartap og rekstrartap ársins, fyrningar og niðurfærslu og getur skattaðili hagað frádrætti miðað við rekstrarniðurstöðu þessara ára. Skilyrði er að arði sé ekki úthlutað vegna tekjuáranna 2010–2014 og að ekki sé um ræða samsköttun, sameiningu eða skiptingu á sama tímabili. Í árslok 2014 færist sá hluti eftirgjafar sem eftir stendur, þó að hámarki 500 m.kr., ekki til tekna. Það sem umfram er 500 m.kr. er heimilt að færa til tekna með jöfnum fjárhæðum á tekjuárunum 2015 til og með 2019.
Í öðru lagi er lagt til að tollstjóra verði veitt heimild til að fella niður hluta af tekjuskatti lögaðila og einstaklinga í rekstri sem fallið hefur í gjalddaga fyrir 1. janúar 2010.

Í þriðja hluta frumvarpsins
er lagt til að lögum um nýsköpunarfyrirtæki verði breytt í samræmi við athugasemdir frá ESA o.fl.
Hlutabréfaafsláttur til handa einstaklingum og lögaðilum falli brott en hámark rannsóknar- og þróunarkostnaðar til viðmiðunar frádrætti frá tekjuskatti er hækkað . Í  stað 15% hlutfalls frádráttar af rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hlutfallið hækkað í 20%.

Í fjórða hluta frumvarpsins eru ákvæði um lífeyrissjóði.  

Í fimmta hluta frumvarpsins eru lagðar til breytingar á heimildum skattrannsóknarstjóra til handlagningar gagna ofl.

Auk þess sem að framan er talið er lagt til að nokkrar breytingar verði gerðar á ýmsum óskyldum lögum. Varða þær vörugjald, stimpilgjöld, dómsmálagjöld og  fiskveiðigjöld. Sjá frumvarp hér.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur