Meðfylgjandi er stjórnarfrumvarp til laga um farþegagjald og gistináttagjald. Um er að ræða nýmæli.
Með frumvarpinu er lagt til að tekið verði upp farþegagjald og gistináttagjald sem lagt verði á bæði innlenda og erlenda ferðamenn.
Gert er ráð fyrir að farþegagjaldið verði lagt á hvern farþega um borð í flugförum og farþegaskipum. Gjaldið verði mishátt eftir því hversu langa vegalengd farið fer eða 65 – 390 kr —–og að það verði innheimt af flugstöðvarrekendum vegna flugfara en að tollstjóri innheimti það vegna farþegaskipa í millilandaferðum . Loks sjái ríkisskattstjóri um álagningu gjaldsins vegna farþegaskipa í reglubundnum áætlunarferðum innan lands.
Gistináttagjald , 100 eða 50 kr verður lagt á hverja selda gistinótt fyrir hvern einstakling. Verður innheimta og álagning gjaldsins eins og í virðisaukaskatti. Sjá frumvarp hér.