Meðfylgjandi er frumvarp til laga í 27 greinum um breytingu á ýmsum lögum á vettvangi skattheimtunnar.
Frumvarpið mun m.a. byggja á hugmyndum sem er að finna í áfangaskýrslu starfshóps sem fjármálaráðherra skipaði til að endurskoða skattkerfið.
Í sjónhending eru þessar breytingar helstar fyrirhugaðar:
1.Fjármagnstekjuskattur einstaklinga hækki úr 18% í 20%..
2. Auðlegðarskattur hækki í 1,50% úr 1,25%, og lækkun fríeignarmarka sem voru 90 millj. kr. í 75 millj. kr. nettóeignir hjá einhleypum einstaklingum og úr 120 millj. kr. í 100 millj. kr. hjá hjónum. 3.Erfðafjárskattur hækki úr 5% í 10%. og skattfrelsismörk skattsins á hvert dánarbú hækki úr 1 millj. kr. í 1,5 millj. kr.
4.Tillögur eru um vörugjald á áfengi og tóbak og kolefnisgjald og rýmkun á útgreiðslu séreignarsparnaðar
5. Lögð er til 4% hækkun á nokkrum svokölluðum krónutölusköttum á olíugjaldi, almennu og sérstöku kílómetragjaldi, almennu vörugjaldi af eldsneyti og sérstöku vörugjaldi af bensíni.
6. Lögð er til 4% hækkun á útvarpsgjaldi : Verði 17 900 kr
7. Lagt er til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraða verði hækkað um 4% Verði 8 700 kr.
8. Barnabætur vegna barna yngri en sjö ára verði tekjutengdar eins og aðrar bætur og enn fremur að tekjuskerðingarhlutfall vegna eins barns hækki úr 2% í 3%.
9. Tekjutenging vaxtabóta verði hækkuð úr 6% í 7%, auk þess sem reiknaðar bætur verði síðan skertar um 8%. . Breytt verði um íferð í þau lán sem eru í frystingu; miðað veði við greiðslur vaxta en ekki gjaldfellingu. Sjá frumvarp hér.