Search
Close this search box.

Frumvarp til laga um sanngirnisbætur. (Bætur úr ríkissjóði vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn

Meðfylgjandi er frumvarp til laga um sanngirnisbætur.
Fjallar það um bætur úr ríkissjóði vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn.
Sá sem vistaður var á stofnun eða heimili samkvæmt nánari skilgreiningu getur krafist sanngirnisbóta  enda liggi fyrir skýrsla um viðkomandi heimili og innköllun sýslumanns.
Við ákvörðun fjárhæðar sanngirnisbóta skal litið til alvarleika ofbeldis eða illrar meðferðar og alvarleika afleiðinganna og einnig, eftir því sem unnt er, tekið mið af dómaframkvæmd á sambærilegum sviðum.
Bætur til einstaklings skulu aldrei vera hærri en 6 milljónir króna og skal það hámark breytast 1. janúar ár hvert í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Bætur allt að 2 milljónum kr. skal greiða út í einu lagi. Bætur umfram 2 m.kr. og allt að 4 m.kr. skal greiða út 18 mánuðum síðar. Bætur umfram 4 m.kr. og allt að 6 m.kr. skal greiða út 36 mánuðum síðar. Bótafjárhæð skal bundin vísitölu neysluverðs frá því hún er ákveðin.

Ítarleg ákvæði eru um ákvörðun bóta og úteikning þeirra .

Í frumvarpinu segir að um skattalega meðferð greiddra bota fari  skv. 2. mgr. 28. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.   Hér er væntanlega átt við 2. tölulið greinarinnar enda er 28. grein ein málsgrein en í 11 töluliðum.  En ákvæði 2. töluliðar 28.greinar tskl. er á þa leið að ekki teljist til tekna eignaauki sem verður vegna greiðslu líftryggingarfjár, dánarbóta, miskabóta og bóta fyrir varanlega örorku, enda séu bætur þessar ákveðnar í einu lagi til greiðslu. Einnig skaðabætur og vátryggingabætur vegna tjóns á eignum sem ekki eru notaðar í atvinnurekstri, sbr. þó 22. gr. Lækka skal stofnverð eignar vegna tjónsins að svo miklu leyti sem bótagreiðslum er ekki varið til viðgerða vegna tjónsins.

Í meðfylgjandi frmvarpi er einnig tekið fram að óheimilt verði  að skuldajafna kröfum ríkisins, sveitarfélaga eða stofnana þeirra á móti þessum greiðslum. Loks er tekið fram að aðrar greiðslur sem einstaklingur kunni að njóta, t.d. á grundvelli laga um almannatryggingar, eða úr lífeyrissjóðum, hafi ekki áhrif á ákvörðun sanngirnisbóta. og að greiddar sanngirnisbætur myndi ekki heldur stofn til frádráttar vegna slíkra annarra greiðslna, né hafa áhrif á réttindi einstaklinga í almannatryggingakerfinu að öðru leyti.

 

Sjá frumvarp

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur