Frumvarp til laga um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.
Með frumvarpinu er lagt til að sérstakur 0,045 % skattur verði lagður á fjármálafyrirtæki.
Miðað er við að skattskyldan sé hjá fjármálafyrirtækjum sem hafa fengið starfsleyfi sem viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki eða verðbréfafyrirtæki og öðrum þeim aðilum sem fengið hafa leyfi til að taka við innlánum eða stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti.
Skattskyldan taki einnig til útibúa erlendra fjármálafyrirtækja sem taka við innlánum eða stunda viðskipti með verðbréf hér á landi.
Gert er ráð fyrir að skattstofninn verði 0,045% af heildarskuldum samkvæmt skattframtali að frádregnum tryggðum innstæðum hjá Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta.
Álagning og eftirlit með skattheimtunni verður í höndum embættis ríkisskattstjóra en innheimtan mun fara fram samhliða álagningu opinberra gjalda á lögaðila.
Ákvæðunum er ætlað að koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2011 vegna tekjuársins 2010 og skulda í lok þess árs. Sjá frumvarp hér.