Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og lögum nr. 94/1996.
Með frumvarpi þessu er lagt til að bætt verði í ofangreind lög ákvæði heimild til kyrrsetningar sem ætlað er að koma í veg fyrir að skattaðilar geti komið sér undan greiðslum opinberra gjalda með því að flytja eða færa eignir úr sinni vörslu í hendur öðrum.
Þetta er sama heimild og er nú í lögum um um tekjuskatt.
Heimildinni er ætlað að bregðast við hættu á undanskoti eigna meðan rannsókn stendur yfir og að aðilar sem rannsókn sæta reyni að koma sér undan greiðslum skatta og mögulegra fésekta með því að færa eignir sínar í hendur öðrum eða koma þeim undan með öðrum hætti. Sjá frumvarp hér