Meðfylgjandi er nýtt stjórnarfrumvarp til laga um stofnun opinbers hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.
Með frumvarpinu er óskað heimildar til handa fjármálaráðherra til þess að stofna slíkt félag til að aðstoða fjármálafyrirtæki við fjárhagslega endurskipulagningu atvinnufyrirtækja. Gert er ráð fyrir að félagið sjái um endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra fyrirtækja sem komin eru í rekstrarerfiðleika en eru talin skipta miklu máli fyrir íslenskt samfélag.