Meðfylgjandi er frumvarp til laga um úttekt á fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja.
Með frumvarpinu er lagt til að efnahags- og viðskiptaráðherra geri rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila yfir nokkurra ára tímabil til að greina greiðsluvanda heimilanna m.a. eftir tekjuhópum, aldurshópum, kyni og fjölskyldugerðum, og meta síðan áhrif af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og hvort þörf sé á fleiri aðgerðum.
Mun ráðherra fá þær upplýsingar sem hann þarfnast vegna þessa hjá tilgreindum skráarhaldara ,m.a. ríkisskattstjóra varðandi upplýsingar úr skattframtölum og vegna staðgreiðslu opinberra gjalda einstaklinga og lögaðila sem talið hafa fram til skatts hér á landi.
Sjá frumvarp hér.