Frumvarp til lagafrá efnahags- og skattanefnd.um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.—Ákvæði um hönnuði og eftirlitsaðila í nýjum lögum færð til fyrra horfs.
Þingnefnd sá ástæðu til að hverfa í einu atriði frá þeirri skipan sem nýlega samþykkt lög um setningu bráðabirgðaákvæða við lög um virðisaukaskatt höfðu á um endurgreiðslur til húsbyggjenda, sveitarfélaga oþh.
Í meðfylgjandi frumvarpi eru felld brott ákvæði um endurgreiðsluhæfi vegna reikninga „hönnuða og eftirlitsaðila sem löggildingu hafa samkvæmt skipulags- og byggingarlögum“. forsendan er sú að innan nefndarinnar hafa komið fram þau sjónarmið að umrætt skilyrði sé ekki í samræmi við þann raunveruleika sem starfsstéttir sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum búa við. Það sé og til þess fallið að raska samkeppni þeirra á milli.
Nefndin leggur því til að orðalagið falli brott og að gildistaka brottfellingar verði 1. mars 2009 eins og í hinum nýlega samþykktu lögum nr. 10/2009.