Kæru félagsmenn
Nú fer að líða að aðalfundi sem verður þann 7. nóvember n.k.
Ljóst er að félagið þarf að skipta um formann, 2 menn í stjórn, og 3 ganga út úr endurmenntunarnefnd – einnig þarf að huga að öðrum nefndarstörfum s.s. siðanefnd.
Félagar eru kvattir til að huga að framtíð félagsins, líta í eigin barm og í kring um sig að virkum félögum til trúnaðarstarfa fyrir félagið.
„ Störf fyrir félagið hafa verið mér ómetanleg reynsla og dýrmæt“ segir Inga Jóna formaður þakklát fyrir það traust sem félagið hefur sýnt henni s.l. ár.
Á dagskrá aðalfundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf
Dagskrá:
- Kosning fundarstjóra
- Skýrsla stjórnar og nefnda, umræður
- Lagður fram áritaður ársreikningur af skoðunarmanni félagsins til afgreiðslu, umræður
- Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins ef um þær er að ræða
- Kosning formanns
- Kosning meðstjórnenda
- Kosning skoðunarmanns reikninga og annars til vara
- Kosning nefnda
- Tillaga stjórnar um árstillag félagsmanna og inntökugjald næsta reikningsár
- Önnur mál
Stjórnin