Félagið gaf nú í annað sinn bókarverðlaun við útskrift framhaldsskóla. Að þessu sinni hlaut Herdis Helga Arnalds, nýútskrifaður stúdent frá Verslunarskóla Íslands, verðlaunin fyrir góðan árangur í bókfærslu.
Háskólinn í Reykjavík stóð fyrir þremur aðskildum námskeiðum fyrir viðurkennda bókara nú á vormánuðum. Námskeiðið Tekjuskattsstofn fyrirtækja var aflýst vegna lélegrar þátttöku og fáir nemendur sóttu námskeiðin Verðmat fyrirtækja og Upplýsingatækni. Vonumst við til að farið verði af stað með eitthvað svipað næsta haust, þar sem heyrst hefur að þeir sem sóttu námskeiðin hafi verið ánægðir.
Umsækjendur um námið „viðurkenndir bókara“ í Háskólanum í Reykjavík voru yfir 100 nú í vor og munu 60 manns setjast á skólabekk í lok ágúst og þreyta prófin þetta árið.
IJO