Search
Close this search box.

Gistináttaskattur tekinn upp að nýju – búið að opna fyrir skráningu

Góðan dag,

 

Gistináttaskattur kom aftur til framkvæmda um áramótin. Skatturinn var afnumin tímabundið sem liður í aðgerðum Alþingis til að bregðast við efnahagslegum áhrifum af völdum heimsfaraldurs kórónaveiru. Frá og með 1. janúar 2024 verður hann lagður á að nýju, þó í nokkuð breyttri mynd.

 

Gistináttaskattur er lagður á hverja gistiaðstöðu eða svefnaðstöðu sem er seld til skemmri tíma.

Þetta á við um gistingu t.d. á hótelum, farfuglaheimilum og tjaldsvæðum. Framvegis mun gistináttaskattur einnig taka til gistingar um borð í skemmtiferðaskipum. Fjárhæðir skattsins hafa tekið breytingum og eru nú þrepaskiptar eftir tegund seldrar gistiaðstöðu. Skattlagningin miðar eftir sem áður við fjölda seldra gistináttaeininga, þ.e. leigu á gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring, þ.m.t yfir nótt. Hugtakið gistiaðstaða er skilgreint sem húsnæði eða svæði, þar á meðal um borð í skemmtiferðaskipi, sem leigt er út í þeim tilgangi að þar sé dvalið yfir nótt, svefnaðstaða sé fyrir hendi eða hægt sé að koma henni fyrir og leigan sé almennt til skemmri tíma en eins mánaðar.

 

Fjárhæð skattsins:

Fyrir sölu á gistiaðstöðu skal frá áramótum innheimta gistináttaskatt sem hér segir:

  • Fyrir gistiaðstöðu á gististað sem hefur rekstrarleyfi í flokki II–IV samkvæmt 3. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 – 600 kr.
  • Fyrir gistiaðstöðu á tjaldstæði og vegna stæða fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi – 300 kr.
  • Fyrir gistiaðstöðu um borð í skemmtiferðaskipi á meðan það dvelur í höfn hér á landi eða annars staðar á tollsvæði ríkisins – 1.000 kr.

 

Ef seljandi gistiþjónustu er virðisaukaskattsskyldur myndar gistináttaskatturinn jafnframt stofn til virðisaukaskatts.

 

Uppgjör gistináttaskatts:

Uppgjör skattsins ræðst af því hvort viðkomandi starfsemi sé virðisaukaskattsskyld eða ekki.

  • Í tilvikum virðisaukaskattsskyldra starfsemi skal skattinum skilað á gjalddaga virðisaukaskatts.

Uppgjörstímabil eru tveir mánuðir: janúar-febrúar, mars-apríl o.s.frv. Gjalddagi er einum mánuði og fimm dögum eftir lok uppgjörstímabils.

  • Uppgjörstímabil rekstraraðila skemmtiferðaskipa, sem undanþegnir eru virðisaukaskatti, er sá tími sem skip er innan tollsvæðis ríkisins hverju sinni og gjalddagi sá dagur þegar að skip yfirgefur tollsvæðið.

 

Eigi síðar en á gjalddaga skal gistináttaskattsskyldur aðili standa skil á skýrslu þar sem fram koma upplýsingar um fjölda seldra gistináttaeininga á uppgjörstímabilinu, ásamt því að standa skil á greiðslu skattsins í ríkissjóð.

 

Skráning á gistináttaskattsskrá

Allir sem skattskyldir eru samkvæmt lögum um gistináttaskatt skulu senda Skattinum tilkynningu um starfsemi sína og öðlast þannig skráningu á gistináttaskattsskrá. Á það jafnt við um þá sem skráðir voru á gistináttaskattsskrá áður en skatturinn var afnumin tímabundið sem og aðra.

 

Skráning er gerð með rafrænum hætti á þjónustuvef Skattsins, undir liðnum vefskil.

 

Bráðabirgðaákvæði við lög um gistináttaskatt – lagaskil

Með lögum sem nýverið voru samþykkt á Alþingi var nýju ákvæði til bráðabirgða bætt við lög um gistináttaskatt. Er þar kveðið á um að ekki beri að greiða gistináttaskatt vegna sölu gistináttaeiningar sem afhent er á árinu 2024 eða síðar enda hafi sölureikningur fyrir heildarverði gistingar verið gefinn út fyrir 1. janúar 2024.

 

Ekki nægir að reikningur, eða kvittun, hafi verið gefinn út vegna hluta af söluverði gistingar.

 

Ítarefni

87/2011: Lög um gistináttaskatt | Lög | Alþingi (althingi.is)

Skattar og gjöld | Þingmálalistar | Alþingi (althingi.is)

Gistináttaskattur | Skatturinn – skattar og gjöld

 

Kveðja / Regards

 

……………………………………………………….

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur