Gönguferðin á Úlfarsfellið í gær heppnaðist afar vel og var þátttaka mjög góð, þrátt fyrir þoku og lítið útsýni. Mikill áhugi er meðal hópsins og hefur verið ákveðið að framvegis verði gönguferð á vegum skemmtinefndar FVB fyrsta miðvikudag í mánuði.
Næst verður haldið á Helgafellið við Kaldársel fyrir ofan Hafnarfjörð, 2. júní n.k. og lagt af stað kl. 18,00. Þaðan er mjög fallegt útsýni og þeir sem ekki treysta sér til að ganga á fjallið geta komið með hópnum að rótum Helgafellsins og gengið í kring um Valahnjúka eða Helgafellið sjálft og eru þar merktar gögnuleiðir. Hlökkum til að sjá ykkur vonum að fá bjart og gott veður og takið alla fjölskylduna eða vini með.
Skemmtinefndin