Upp hafa komið þau tilvik að skattþegn með lægri launatekjur en 1.143. 362 hafi sætt álagningu útvarpsgjalds (og gjalds til framkv.sjóðs aldraða ), sbr. tilskrif hér að neðan.
Skýringin er sú að fjármagnstekjur, skipt milli hjóna , hafa líka áhrif á ákvörðun lágmarks..Í dæminu að neðan voru til dæmis fjármagntekjur 250.000 kr .
Einhverjir skattafjölvar og útreikniforrit voru ekki með réttar forsendur í þessu sambandi og tóku ekki fjármagnstekjurnar inn í dæmið.
Álagningarforsendur útvarpsgjaldsins eru öldungis þær hinar sömu og gjalds í framkv.sj aldraðra.
Þær eru þessar 2009:
"GJALD Í FRAMKVÆMDASJÓÐ ALDRAÐRA
Gjaldið nemur 7.534 kr.
Gjaldið er lagt á menn sem eru 16 – 69 ára í lok tekjuárs, þ.e. fæddir 1939 til 1992.
Undanþegnir gjaldinu eru menn með lægri tekjuviðmiðun en 1.143.362 kr.
Tekjuviðmiðun er tekjuskattsstofn að viðbættum fjármagnstekjuskattsstofni. Hjá hjónum og samsköttuðu fólki bætist þó einungis helmingur sameiginlegra fjármagnstekna við tekjuviðmiðun hjá hvoru fyrir sig.
Þeir elli- og örorkulífeyrisþegar, undir 70 ára aldri, sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum eru undanþegnir gjaldinu. "
Lagatextinn er þessi :
Úr lögum
*1)Sbr. lög nr. 174/2008.
11. gr.
|
1. Undanþegnir gjaldinu eru þeir einstaklingar sem ekki skulu sæta álagningu sérstaks gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra eða skulu fá það gjald fellt niður skv. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra.
Úr lögum
*1)Sbr. lög nr. 172/2000, 124/2001, 150/2002, 120/2003, 123/2004, 129/2004, 122/2005, 147/2006, 32/2007, 140/2007 og 36/2009.
2) Undanþegin gjaldinu eru börn innan 16 ára aldurs og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuárs. Einnig eru undanþegnir gjaldinu einstaklingar sem hafa tekjuskattsstofn skv. 1. og 3. tölul. 61. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, samtals lægri en [1.143.362 kr. á því ári sem næst er á undan álagningarárinu.]3) Þegar um hjón eða samskattað fólk er að ræða skal þó skipta sameiginlegum fjármagnstekjum skv. 3. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003 jafnt á milli þeirra þegar tekjuviðmiðun þessi er fundin.
|
Sæll Steinþór.
Sent í framhaldi af símtali
K hringdi í mig vegna álagningar dóttur sinnar A.
Samkvæmt mínum útreikningum átti hún hvorki að greiða útvarpsgjald né í gjald í framkvæmdasjóð aldraða.
Hins vegar segir K að A sé rukkuð um framangreind gjöld.
Heildarlaun Anítu voru kr. 935.586 og tekjuskattsstofninn kr. 910.969.
Svo virðist sem einhver vitleysa sé í kerfinu. Þú lætur mig væntanlega heyra niðurstöðuna.
Kv.
H