Gjaldþrot og haldsréttur á bókhaldi
Við gjaldþrot fyrirtækja þá koma skiptastjórar eða aðrir aðilar og krefjast þess að fá í hendur bókhald fyrirtækisins. Í mörgum tilfellum er bókhaldið fært á bókhaldsskrifstofu og þá eru oftast ógreiddir reikningar fyrir bókhaldsþjónustuna.
Bókhaldsskrifstofunni ber ekki að afhenda bókhaldið án uppgjörs við bókhaldsstofuna og vísast þar til dóms Hæstaréttar Nr. 445/2000. Nú um stundir fara mörg fyrirtæki í gjaldþrot og því full átæða fyrir félagsmenn okkar að kanna réttarstöðu sína þegar þeir eru krafnir um að afhenda vinnu án endurgjalds.