Kæru félagsmenn,
Nú er vetrarstarfið að hefjast og margt fram undan í vetur. Fyrsta námskeiðið verður hjá okkur í næstu viku, sjá auglýsingu hér á síðu félagsins. Við vonumst til að geta sent út sem flest námskeið á Akureyri, og Vestmannaeyjum og jafnvel víðar með fjarfundabúnaði á þessu starfsári.
Skrifað hefur verið undir samning við Endurmenntun HÍ þar sem báðir aðilar skuldbinda sig til að vinna ötullega að endurmenntun félagsmanna á sem bestan og fagmannlegastan hátt. Við bindum miklar vonir við að geta aukið framboð námskeiða ásamt stærri húsakynnum. Við hlökkum til vetrarins vonumst til að samstarfið skili góðum árangri í þágu félagsmanna í að viðhalda endurmenntun.
Aðalfundarfundardagurinn verður 15. nóvember næstkomandi og mun dagskrá hefjast fljótlega eftir hádegi með fræðslu eins og venjan er og svo aðalfundur félagsins í kjölfarið. Dagskrá dagsins verður auglýst þegar nær dregur. Einnig verða auglýst laus störf í félaginu og óskað eftir framboðum, margt spennandi í boði fyrir þá sem vilja kynnast félagsstörfum og efla hæfileika sína á þessu sviði. Framboð verða auglýst á heimasíðu félagsins og baráttan verður án efa hörð um þau sæti sem eru í boði.
Af gefnu tilefni vil ég minna á reglur varðandi skráningu/afskráingu á viðburði á vegum félagsins. Undirbúningur námskeiða hjá okkur byggist á fjölda þeirra sem skráður er bæði varðandi sæti og veitingar. Of oft eru mörg auð sæti vegna þess að þátttakendur hafa ekki boðað forföll og hleypt þeim að sem eru á biðlista.
Afskráning af viðburði eða námskeiði
Félagsmenn þurfa að afskrá sig ef til forfalla kemur, vegna viðburða eða námskeiða sem eru á vegum félagsins áður en námskeið hefst. Ef það er ekki gert sér félagið sér ekki annað fært en að senda reikning á viðkomandi vegna námskeiðagjaldanna og er félagsmaður því skuldbundinn að greiða það.
Til þess að afskrá þig þarftu að:
- haka við nafnið þitt í listanum og smella á hnappinn Eyða (krefst innskráningar)
eða senda póst á [email protected] eða [email protected] áður en viðburður hefst.
Við hlökkum til vetrarins og vonumst til að samstarfið við ykkur verði sem ánægjulegast
Fyrir hönd stjórnar FVB
Júlía Sigurbergsdóttir, formaður