Search
Close this search box.

Haustferðin – síðasti dagur á morgun að skrá sig !

Haustferðin

Skráningin er nú hafin – og  er ljóst að stjórnin mun leysa þetta í sátt og samlyndi við veðurguðina – þeir félagsmenn sem ætla að keyra sjálfir eru beðnir um að láta vita við skráningu svo ekki verði gert ráð fyrir þeim í rútusæti – ef um fellibyl verður að ræða erum við með varaplan, því er tilvalið fyrir að félagsmenn að vera með símanúmer formannsins eða annara stjórnarmanna í símanum sínum.  Í lundinum eru tré á alla vegu og þak yfir grillsvæði og bekki/borðum – svo þrátt fyrir að íslenskt haustveður verði á ferðinni ætti að fara vel um okkur – þe.  ef allir klæða sig eins og þeir búi á Íslandi.

Það vantar sjálboðaliða í aðstoð á svæðinu á föstudag (grilla, hella í glös, bera veigarnar og fl.), vinsamlegast hafið samband við formanninn í síma s. 691 0127 – markmiðið: gaman saman – kynnumst enn frekar. 

Þar sem gítarleikarinn sem stjórnin var búinn að stóla á verður fjarri góðu gamni er auglýst eftir skemmtilegu fólki til að setja saman á staðnum „Bókarabandið“ – sem vonandi inniheldur margbreytileika þjóðfélagsins á raddsviðinu og allar tegundir ásláttarhljóðfæra s.s. strengjahljóðfæri, skeiðar, fötur, dósir, glös, þvottabretti og bala  – sem sagt allir að skemmta sér saman. 

Kort af svæðinu er að finna hér.  Athuga skal að salernisaðstaða á svæðinu er eins horft sé til fortíðar, rifjum upp  hvernig var í í berjamó !. 

Viljum benda ykkur á nýja grein á heimasíðu félagsins „Hugleiðingar formanns!

Kveðja stjórnin !

 

Leiðbeiningar:   Komið er af Reykjanesbraut og beygt inn á Vífilsstaðaveg til austurs.  Beygt til hægri við gatnamót við Vífilsstaðavatn og svo áfram þar til komið er að gatnamótum með skilti sem vísar inn í Heiðmörk við Maríuhella.  Þaðan er 1.7 km að Trjásýnilundi.

(smellið á "Lesa meira" til að sjá kortið)

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur