Search
Close this search box.

Haustferð FVB 7.september

Kæru félagsmenn!
Nú er svo komið að skólarnir eru að byrja, haustið nálgast – og mun félagið standa fyrir hópeflingu viðurkenndra bókara með ferðalagi föstudaginn 7. september n.k.

Við í stjórninni erum búnar að halda fyrsta fund eftir gott sumarfrí og tilbúnar í vetrarstarfið og spenntar að fá að hitta félaganna og heyra hvað á daga þeirra hefur drifið síðan í vor.

Skv. 4.gr. í samþykktum félagsins er tilgangur félagsins m.a. „…að vera vettvangur fyrir gagnkvæm kynni félagsmanna…“. Sá vettvangur verður að þessu sinni ferðalag með rútu frá bílaplani VR hússins. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 17.15 og keyrt verður upp í Heiðmörk í Trjálund þar sem við munum fara í smá gönguferð. Í boði verður skemmtilegur félagsskapur, gítarspil og söngbækur, léttir drykkir og grillaðar pylsur. Munum við í stjórninni leitast við að hrista hópinn saman og um kl. 20.00 mun rútan sækja okkur og keyra til baka á bilastæðið við VR húsið og þeim sem vilja verður ekið  á vel valið öldurhús þar sem hægt verður að skemmta sér áfram.

Það er ósk okkar í stjórninni að tilbreyting þessi í annars góðu félagsstarfi muni falla félagsmönnum vel í geð og vonumst við til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að taka þátt í þessari 5 ára afmælisveislu félagsins.
Áhugasamir vinsamlegast tilkynnið þátttöku með nafni og símanúmeri á [email protected] fyrir þriðjudaginn 4. september. Þar sem ýmislegt getur nú komið upp á í lífi félagsmanna munum við í stjórninni taka við skilaboðum um forföll annað hvort í tölvupósti eða símaskilaboðum til miðnættis fimmtudaginn  6. september.

Vinsamlegast takið með ykkur fatnað við hæfi, útilegustól (ef hann er til) og góða skapið!
Sjáumst!

Stjórnin
Inga Jóna  s. 691 0127, Barbara, Eva María , Júlía og Bryndís

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur