Endurmenntun FVB ætlar að halda samningatækninámskeið í október í samstarfi við Silju Báru Ómarsdóttur.
Námskeiðið byggir á fyrirlestri um samningatækni og sérstaklega stöðu kvenna og reynslu í samningum. Þó svo mörg vandamál sem taka þarf á í samningaferli hafi ekkert með kyn að gera, þá mótar reynsla okkar hvernig við bregðumst við vandamálum, og kyn hefur mikil áhrif á reynsluheim. Með verklegum æfingum undir leiðsögn kennara er farið í gegnum aðferðir samningatækni og reynt verður að benda á leiðir til að nota það sem við höfum lært á því að vera konur; hvað geta konur komið með að samningaborðinu sem karlar hafa ekki?
Þetta verða 2 kvöld, 9. og 18. október kl. 17-21. Verðið er ekki komið á hreint og fer það eftir þátttöku.
Nánar auglýst síðar.
Endurmenntunarnefnd