Við hjá Debet erum samhentur hópur fólks sem viljum ná árangri í störfum en um leið njóta þess að vera til og líða vel í starfi. Aðstaða okkar er til fyrirmyndar og góður starfsandi. Viðskiptavinir okkar eru fjölbreyttur hópur fyrirtækja og einstaklinga.
Við leitum eftir viðurkenndum bókurum sem hafa áhuga á samstarfi þar sem eftirfarandi möguleikar eru fyrir hendi:
· Sameinuð starfsemi eða kaup á góðri rekstrareiningu.
· Leigð aðstaða með síma- og tölvukerfi, aðgengi að fundarherbergi og öllu nauðsynlegu sem til þarf.
· Að ráða inn starfsfólk í hluta- eða fullt starf.
Við leitum eftir kraftmiklu og jákvæðu fólki sem telur sig geta bætt starfsemi okkar og um leið fallið að góðum hópi fólks með metnað. Áhugasamir sendi fyrirspurnir á netfangið [email protected].