Search
Close this search box.

Hugleiðingar formanns

Kæru félagsmenn.
Með félagsfundinum sem auglýstur hefur verið hefst haustdagskrá félagsins, en má búast við að endurmenntunarnefndin og stjórnin muni standa fyrir frekari uppákomum. Rætt hefur verið um að halda námskeið  í ræðumennsku/fundarstjórn í samstarfi við JC, námskeið í samningatækni og sölumálum ásamt mörgu fleiru.

En nú fer að nálgast aðalfundinn þetta árið og hefur  dagsetningin 9. nóvember verið tekin frá vegna þess.  Skv. samþykktum félagsins þarf m.a.  að taka fyrir tillögur til breytinga á samþykktum félagsins ef um þær er að ræða.  Þar sem núverandi stjórn hefur þótt ýmislegt við samþykktirnar að athuga eru nokkrir aðilar á vegum stjórnarinnar að yfirfara þær með aðstoð lögmanns.  En gott væri að félagsmenn skoðuðu nú fram að fundi hvað þeim finnst ábótavant og undirbúa að koma þeim punktum á framfæri þar sem auglýsa þarf fundinn með lögbundnum hætti og þar skal þeirra breytinga getið sem taka á fyrir á fundinum.

Ljóst er að kjósa þarf nýja stjórnar- og nefndarmenn. Þekkst hefur að félagsmenn hafi komið sér á framfæri fyrir fundinn með fjöldapósti og kom það ágætlega út.  Með vísan til samþykkta eru stjórnarmenn kosnir til tveggja ára í senn, en formaður til eins árs og  óheimilt er að kjósa sama mann til formanns oftar en þrisvar í röð.  Líkur eru því á að í stjórn séu laus sæti 3 stjórnarmanna – tveggja meðstjórnenda og formanns.  Gott þætti formanni að vita af þeim aðilum sem hafa hugsað sér að bjóðast til þessara starfa, eða vita um aðila sem þeim þætti gott að sjá í þessum embættum, svo hægt væri að aðstoða viðkomandi við að sjá allar jákvæðu hliðarnar á því að taka þátt í starfssemi félagsins.  Engin tilkynning hefur borist frá endurmenntunarnefndinni um breytingar en reikna má með að einhverjir þar vilji breyta til, annað hvort með því að bjóða sig til starfa á öðrum vettvangi hjá félaginu s.s. stjórn eða nefndum.

Undirrituð hefur átt góð ár hjá félaginu og ljóst er að í mínu tilviki hefur þátttakan í félagsstarfinu komið sér vel á starfsframabrautinni og nýst mér vel í lífinu. Félagsstarfið er ómetanlegt í reynslubankann og virði þess að kynnast öllu þessu fólki sem að félaginu standa er ómetanlegt í öðrum verkefnum lífsins og þvi dýrmætara en veraldleg gæði. Takk fyrir mig !

Kveðja, með þakklæti fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt s.l. ár.

Inga Jóna Óskarsdóttir, formaður Fvb, s. 691 0127

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur