Search
Close this search box.

Hvað breytist 01.01.2017

“Skattabreytingar á árinu 201730.12.2016

Á  árinu 2017 koma til framkvæmda ýmsar þegar samþykktar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki landsins. Hér á eftir verður fjallað um helstu efnisatriði breytinganna. 

Nánari upplýsingar um einstakar breytingar er að finna í greinargerðum viðkomandi lagafrumvarpa og öðrum skjölum á vef Alþingis, og einnig á vefsíðu ríkisskattstjóra

Tekjuskattur einstaklinga og útsvar

Á haustþingi 2015 voru lögfestar viðamiklar breytingar á tekjuskattskerfi einstaklinga í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn kom til framkvæmda í ársbyrjun 2016 þegar skatthlutföll neðsta og miðþreps voru lækkuð.

Seinni áfanginn tekur gildi í ársbyrjun 2017 en þá fækkar skattþrepum  úr þremur í tvö. Þá lækkar neðsta skattþrepið úr 22,68% í 22,50%, miðþrepið fellur út og efsta þrepið verður óbreytt 31,8%. Jafnframt lækka þrepamörkin milli neðra og efra þreps úr 836.990 kr. í 834.707 kr.

Í töflunni hér að neðan eru sýnd skatthlutföll, persónuafsláttur, skattleysismörk og þrepamörk fyrir árin 2016 og 2017.. 

Tilfærsla á milli tekjuskattsþrepa í þeim tilvikum þegar annað hjóna eða samskattaðra aðila hefur tekjur í efra skattþrepi en hitt ekki, heldur gildi sínu við kerfisbreytinguna. Sá hluti teknanna sem færist úr efra þrepi í neðra þrepið getur að hámarki numið 417.354 kr./mán. Einungis er tekið tillit til samsköttunar við álagningu opinberra gjalda og mun framangreind fjárhæð gilda við álagningu þeirra á árinu 2018. Nánari upplýsingar um breytingar á tekjuskatti, útsvari, persónuafslætti og skattleysismörkum við áramótin eru ífrétt ráðuneytisins frá 22. desember sl. og í auglýsingu á vef Stjórnartíðinda frá sama degi.

Barnabætur og vaxtabætur

Fjárhæðir barnabóta hækka um 3% milli áranna 2016 og 2017 en fjárhæðir vaxtabóta haldast óbreyttar. Þá hækka tekjuskerðingarmörk barnabóta um 12,5% og eignaskerðingarmörk vaxtabóta sömuleiðis um 12,5%. Sé tekið dæmi af barnabótum þá munu tekjuskerðingarmörkin hækka úr 200 þús.kr. á mánuði í 225 þús.kr. hjá einstæðum foreldrum og úr 400 þús.kr. á mánuði í 450 þús kr. hjá hjónum og sambýlisfólki, auk 3% hækkunar á bótafjárhæðunum. Einstætt foreldri með 2 börn, annað yngra en sjö ára, með 225 þús.kr. á mánuði hefði án framangreindra breytinga fengið 63.649 kr. á mánuði í barnabætur á árinu 2017 en fær eftir breytinguna 68.134 kr., á mánuði, sem er mánaðarleg hækkun um 4.485 kr. Hjá hjónum með 2 börn, annað yngra en sjö ára, með 450 þús.kr. á mánuði fer fjárhæð barnabóta úr 41.424 kr. á mánuði í 47.817 kr. á mánuði, sem er mánaðarleg hækkun um 6.393 kr. Rétt er að taka fram að barnabætur eru skattfrjálsar. 

Stuðningur við kaup á fyrstu íbúð

Á miðju ári 2017 tekur gildi nýtt stuðningskerfi fyrir þá sem kaupa íbúð í fyrsta sinn. Heimilt verður frá og með 1. júlí næstkomandi að taka út og nýta skattfrjálst iðgjald vegna séreignar­sparnaðar í allt að tíu ár til kaupa á fyrstu íbúð  Úttektina má nýta með þrennum hætti, þ.e. til til kaupa á fyrstu íbúð, ráðstafa iðgjaldinu inn á höfuðstól verðtryggðs eða óverðtryggðs láns, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð eða ráðstafa iðgjaldinu inn á afborgun á óverðtryggðu láni og síðan rest ef einhver er inn á höfuðstól viðkomandi láns. Jafnframt verður núgildandi séreignarsparnaðarleið framlengd um tvö ár. Nánari upplýsingar um stuðning við kaup á fyrstu fasteign er að finna í tilkynningu ráðuneytisins frá 15. ágúst sl.

Tollar

 Um áramótin verða afnumdir tollar af vörum í köflum 25-97 í tollskrá, þ.e. öllum vörum öðrum en landbúnaðarvörum og tilteknum unnum matvörum. Um er að ræða síðari áfanga kerfisbreytingar til einföldunar á tollkerfinu, en í fyrri áfanganum voru tollar af fötum og skóm afnumdir. Af einstökum vörutegundum má nefna hvers konar byggingavörur, dýravörur, húsgögn, rafmagnstæki, bílavarahluti, íþróttavörur og leikföng. Rétt er að hafa í huga að tollar er einungis lagðir á vörur sem koma frá löndum utan EES nema Ísland hafi gert fríverslunarsamning við viðkomandi land.

Hækkun á krónutölugjöldum

Krónutölugjöld hækka almennt um 4,7% um áramótin sem jafngildir 2,5% hækkun að raunvirði. Gjald á annað tóbak en sígarettur, t.d. á neftóbak, hækkar þó um 63%-77% til samræmis við gjaldtöku af sígarettum. Helstu liðir þessara breytinga eru sýndir í eftirfarandi töflu. Kílómetragjald hækkar einnig um 4,7% en vegna mikils fjölda gjaldflokka er það ekki sýnt í töflunni.

Heimild til niðurfellingar virðisaukaskatts við innflutning og sölu á rafbílum o.fl. 

Frá árinu 2012 hefur verið heimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiða. Heimildin átti að renna sitt skeið um næstu áramót en hefur nú verið framlengd út árið 2017. Einnig er gildissvið ívilnunarinnar breikkað þannig að hún nái einnig til strætisvagna og annarra stærri gerða hópferðabifreiða með sambærilegum eldsneytisbúnaði.

Gistináttaskattur

 Þann 1. september næstkomandi hækkar gistináttaskattur úr 100 kr. í 300 kr. á hverja gistináttaeiningu. Fjárhæð gjaldsins hefur verið óbreytt frá 2012 þegar gjaldið var fyrst innheimt.

Stuðningur við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti

 Nokkrar breytingar voru lögfestar sl. sumar, sem ætlað er að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Þessar breytingar hafa þegar tekið gildi og verður engin frekari breyting þar á um áramótin, en vert er að minna hér á helstu atriðin. Veittur er skattafsláttur vegna hlutabréfakaupa einstaklinga í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Bæði kaupandinn og fyrirtækið þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði sem endurspegla að ívilnunin er ætluð sem hvati til fjárfestingar í litlum og meðalstórum fyrirtækjum á tilteknum stað í vaxtarferlinu. Að skilyrðunum uppfylltum dragast frá skattskyldum tekjum manns 50% af slíkri fjárfestingu, sem nema þarf að lágmarki 300 þús.kr. en að hámarki 10 m.kr. á ári. Einnig verður hámark frádráttarbærs kostnaðar/skattafsláttar til nýsköpunarfyrirtækja vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar þrefaldað, þ.e. úr 100. m.kr. árlega í 300 m.kr. Flest fyrirtæki fá þessa ívilnun greidda út sem styrk, en hjá þeim fyrirtækjum sem fá álagðan tekjuskatt gengur hún upp í skattinn. Jafnframt tekur gildi frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga sem ráðnir eru til starfa hér á landi og uppfylla tiltekin skilyrði. Hún felur í sér að þeim er aðeins skylt að greiða tekjuskatt af 75% tekna sinna en 25% teknanna verða skattfrjáls og undanþegin staðgreiðslu fyrstu þrjú árin í starfi.”

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur