Endurmenntun félagsmanna er eitt af skilyrðum fyrir félagsaðild og hefur félagið kappkostað við að halda námskeið og ráðstefnur fyrir félagsmenn sem oftar en ekki eru niðurgreidd af félaginu. Auk endurmenntunar er mikið lagt upp úr upplýsingaflæði til félagsmanna og fá þeir reglulega fréttir af breytingum og nýjungum í skattalagaumhverfinu.
Hugbúnaðarfyrirtæki á sviði bókhalds og skattamála halda líka reglulega kynningar á þeim nýjungum sem í boði eru. Félagsmenn njóta oft sérkjara hjá þessum fyrirtækjum og fá góð tilboð.