Skráning
Til þess að skrá þig á viðburð þarftu að velja Félagsviðburðir – Skrá mig í aðalvalmyndinni. Þá opnast skráningarform þar sem þarf að:
1. Velja réttan viðburð
2. Skrá kennitölu þátttakanda (án bandstriks)
3. Skrá nafn
4. Skrá netfang
5. Skrá nafn og kennitölu greiðanda ef það er annar aðili en þátttakandi sjálfur
Þegar skráningin hefur farið fram verður sendur tölvupóstur á uppgefið netfang með staðfestingu.
Afskráning/breyta skráningu
Ef þú þarft að breyta skráningunni þinni eða afskrá þig af viðburðinum, þá þarftu að:
1. Skrá þig inn á innri vefinn
2. Velja Félagsviðburðir – Hverjir eru skráðir? í aðalvalmyndinni.
3. Velja réttan viðburð í flettiglugganum
4. Þá opnast listi yfir þá sem eru skráðir og við nafnið þitt er kominn kassi sem þú getur hakað við og smella á Eyða. Ef þú ætlar að breyta skráningunni smellirðu á nafnið og breytir því sem þarf.