Ef greiðandi félagsgjalda á að vera annar en félagsmaður sjálfur er hægt að skrá nafn og kennitölu greiðandans í persónuupplýsingum viðkomandi félagsmanns. Þá er byrjað á því að skrá sig inn og svo er smellt á “Persónuupplýsingar” í notandavalmyndinni hægra megin. Þá birtist upplýsingarspjald og þar er hægt að smella á “Breyta” og velja “Breyta notandaupplýsingum”. Smellið á viðeigandi flipa og í neðstu reitunum er svo hægt að skrá nafn greiðanda og kennitölu.
Athugið að ef ekkert er skráð í þessa reiti verða greiðsluseðlar vegna félagsgjalda sendir beint á viðkomandi félagsmann.