Í 43.gr. laga nr. 145/1994 segir að efnahags- og viðskiptaráðherra skuli hlutast til um að reglulega séu haldin námskeið og próf fyrir þá sem vilja fá viðurkenningu sem bókarar.
Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík hefur staðið fyrir þessu réttindanámi í samvinnu við ráðuneytið www.opnihaskolinn.is/fagmennt
Markmiðið með náminu er að þátttakendur öðlist dýpri þekkingu á bókhaldi, reikningsskilum og skattskilum og aukna hæfni við að nýta upplýsingatækni við störf sín.